Harka færist í átökin í Íran

Mótmælendur halda uppi myndum af Möshu Am­ini á mótmælunum.
Mótmælendur halda uppi myndum af Möshu Am­ini á mótmælunum. AFP

Samkvæmt opinberum tölum eru 35 látnir eftir að ríkisstjórn Írans skar upp herör gegn mótmælum sem hafa staðið yfir þar í landi síðustu viku. Raunverulegur fjöldi látinna er þó talinn mun hærri en yfirvöld gefa upp. Tilefni mótmælanna er andlát hinnar 22 ára  gömlu Mahsa Amini.

Tölur um látna eru þó á reiki og hafa erlendir miðlar sagt fréttir af hærri dánartölum. 

Hundruð manna hafa síðustu 8 daganna safnast saman í stærstu borgum Íran til að lýsa yfir óánægju með stjórnarfar í Íran í kjölfar andlátsins. Amini, sem er Kúrdi, lést eftir að hafa verið handtekin fyrir að brjóta gegn ströngum reglum íslams um klæðaburð.

Auk þeirra 35 sem hafa látist í aðgerðunum hafa hundruð mótmælenda verið handteknir. Í borginni Gilan hafa 739 verið handteknir, þar af 60 konur. 

 

Í myndböndum sem hafa náðst á vettvangi má sjá öryggisverði skjóta úr sjálfvirkum rifflum á óvopnaða mótmælendur.

Þá hafa fjölmiðlamenn og aðgerðarsinnar verið handteknir, þar á meðal þeir sem hafa vakið athugli á dauða Amini innan Írans.

mbl.is