Sakar Vesturlönd um viðurstyggilega Rússafóbíu

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov.
Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov. AFP/Russian Foreign Ministry

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sakaði vestræn ríki um „Rússafóbíu“ á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá segir hann ljóst að markmiðið sé ekki einungis að tryggja hernaðarlegan ósigur Rússa, heldur einnig að eyðileggja landið þeirra.

„Þessi opinbera Rússafóbía er fordæmalaus og af viðurstyggilegum skala,“ sagði hann meðal annars í ræðu sinni. 

Kínverjar vilja að bundinn sé endir á stríðið

Á þessum sama fundi hvatti Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, bæði Rússa og Úkraínumenn til að leggja sitt að mörkum til þess að tryggja að stríðsátökin breiðist ekki út, og koma sér saman um friðsamlega lausn. 

Wang hélt því jafnframt fram að Kína myndi beita valdi ef þess þyrfti, til þess að koma í veg fyrir hvers kyns utanaðkomandi stuðning við sjálfstæði Taívan. 

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, á allsherjarþinginu.
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, á allsherjarþinginu. AFP/Michael M. Santiago
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert