Carlsen tjáir sig „mjög fljótlega“

Magnus Carlsen hefur ekki sagt það hreint út að Niemann …
Magnus Carlsen hefur ekki sagt það hreint út að Niemann hafi svindlað á móti sér. AFP/Arun Sankar

Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hefur lofað því að tjá sig „mjög fljótlega“ um skákina sem hann gaf Banda­ríkja­mann­in­um Hans Niemann eft­ir að hafa aðeins leikið einn leik. Þetta segir í frétt BBC.

Carlsen hefur hingað til ýjað að því að Niemann hafi svindlað á móti sér, en ekki sagt það hreint út.

Hann sagði í dag að hann myndi gefa út tilkynningu á næstu dögum.

Niemann, sem er 19 ára, hefur neitað því að hafa svindlað á keppnismóti í skák og hefur ásakað Carlsen um að reyna að eyðileggja skákferil sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert