Ísrael mun hlúa að tuttugu Úkraínumönnum

Fólk safnaðist saman á götum Tel Aviv þegar sex mánuðir …
Fólk safnaðist saman á götum Tel Aviv þegar sex mánuðir voru liðnir frá innrás Rússa í Ísrael. AFP

Ísraelska ríkið hefur heitið því að hlúa að tuttugu Úkraínumönnum sem hafa slasast alvarlega í innrás rússneska hersins. Þetta kom fram í tilkynningu frá ísraelska sendiráðinu í Kænugarði í dag. 

Fyrstu sjúklingarnir eru væntanlegir til Tel Aviv í dag og verða fluttir á sjúkrastofnunina Sheba. Sheba starfrækti bráðabirgðaspítala í Vestur-Úkraínu við upphaf innrásar Rússa.

Varnarbúnaður í forgangi

Stuðningur Ísraels hefur hingað til einskoraðast við útvegun hjálma og annars sambærilegs verndarbúnaðar. Ríkið hefur ekki látið nein vopn af hendi til úkraínska hersins til þess að viðhalda tengslum við Rússa.

Rússneska ríkið er lykilbakhjarl sýrlensku stjórnarinnar sem hefur átt í deilum við Ísrael um árabil. Af þeim gyðingum sem hafa flutt til Ísrael síðasta árið er um helmingurinn frá Rússlandi og fjórðungur frá Úkraínu. 

mbl.is