Langförulasta spendýr jarðarinnar

Hvalirnir eru gjarnan á grunnslóð við landið og gleðja augu …
Hvalirnir eru gjarnan á grunnslóð við landið og gleðja augu ferðamanna í hvalaskoðunarferðum. mbl.is/Sigurður Ægisson

Hnúfubakskýrin Theresia synti frá ströndum Norður-Noregs, suður í Karíbahaf og svo aftur til baka norður í Barentshaf með viðkomu á Íslandsmiðum. Ferðalagið tók hana næstum eitt ár. Hnúfubakurinn er langförulasta spendýr jarðar, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK.

Vísindamenn dreymdi um að geta fylgst lengur með ferðum hvalanna. Theresia lét þá drauma rætast. Hún bar gervihnattasendi allt frá Norður-Noregi, suður í Karíbahaf og aftur heim. Feðalagið var um 18.000 kílómetrar og tók næstum heilt ár.

Lisa Kettemer, doktorsnemi undir handleiðslu Auduns Rikardsen, prófessors í líffræði við norska norðurslóða-háskólann UiT, greindi gögnin og skráði ferðalag hvalsins. Audun Rikardsen segir að niðurstaðan sé stórkostleg og ýmislegt hafi komið á óvart.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »