Sjaldgæfur bleikur demantur á uppboð

Afar sjaldgæfur risavaxinn gimsteinn verður boðinn upp í svissnesku borginni Genf 8. nóvember. Búist er við því að hann fari á allt að 35 milljónir dollara, eða um fimm milljarða króna.

Að sögn uppboðshaldarans Christie´s er þessi litaði gimsteinn stærsti bleiki, perulagaði demanturinn sem nokkru sinni hefur verið boðinn þar upp.

mbl.is