Algjört rafmagnsleysi á Kúbu

Rafmagnsleysi á Kúbu.
Rafmagnsleysi á Kúbu. AFP

Algjört rafmagnsleysi er nú á Kúbu eftir að fellibylurinn Ian skall á vesturenda eyjunnar, að því er BBC greinir frá.

Rafmagnskerfið hefur algjörlega hrunið að sögn embættismanna en ekki hefur tekist að koma einu af helstu raforkuverum landsins aftur í gagnið.

Tilkynnt hefur verið um tvö andlát og fjöldi bygginga um landið allt eru stórskemmdar.

Maður notast við ljósið í síma sínum á götum Havana …
Maður notast við ljósið í síma sínum á götum Havana í nótt. AFP

Þriðja stigs fellibylur

Fellibylurinn hefur verið skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur en hann gengur nú yfir Flórída-ríki í Bandaríkjunum.  

Í kúbverska ríkissjónvarpinu í gær tilkynnti yfirmaður raforkumálayfirvalda að rafmagnsleysi á eyjunni hefði átt sér stað vegna bilunar í rafkerfi landsmanna og að 11 milljónir væru án rafmagns.

Fellibylurinn hefur valdið miklum skemmdum.
Fellibylurinn hefur valdið miklum skemmdum. AFP
Flætt hefur inn göturnar.
Flætt hefur inn göturnar. AFP

„Heimsendaástand“

Vindlaframleiðandinn Hirochi Robaina sem framleiðir vindlana Finca Robaina birti myndir á Facebook-síðu sinni af eyðileggingunni sem fellibylurinn olli á tóbaksbýli hans.

„Þetta er heimsendaástand, algjör hörmung,“ skrifaði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert