Fellibylurinn Ian gengur yfir Flórída

Lýst hefur veið yfir neyðarástandi á sumum svæðum.
Lýst hefur veið yfir neyðarástandi á sumum svæðum. AFP

Fellibylurinn Ian er skollinn á vesturströnd Flórídaríkis í Bandaríkjunum. Búist er við því að hann verði jafnskæður ef ekki skæðari en fellibylurinn Charley, sem skall þar á árið 2004. 

Ríkisstjórar Norður-Karólínu og Suður-Karólínu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins, svo hægt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana, að því er fram kemur á fréttaveitu CNN.

Rafmagnslaust á milljón heimilum

Ian nær nú um 67 metrum á sekúndu og er rafmagnslaust á yfir milljón heimilum nú, vegna hans, samkvæmt upplýsingaveitunni PowerOutage.us.

Sjávarhæð í Fort Myers hefur þá einnig hækkað um 1,8 metra og hefur fjöldi fólks haft samband við lögreglu þar sem það kemst ekki út úr húsi vegna þessa. 

AFP
AFP
mbl.is