Fellibylurinn Ian gengur yfir Flórída

Lýst hefur veið yfir neyðarástandi á sumum svæðum.
Lýst hefur veið yfir neyðarástandi á sumum svæðum. AFP

Fellibylurinn Ian er skollinn á vesturströnd Flórídaríkis í Bandaríkjunum. Búist er við því að hann verði jafnskæður ef ekki skæðari en fellibylurinn Charley, sem skall þar á árið 2004. 

Ríkisstjórar Norður-Karólínu og Suður-Karólínu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins, svo hægt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana, að því er fram kemur á fréttaveitu CNN.

Rafmagnslaust á milljón heimilum

Ian nær nú um 67 metrum á sekúndu og er rafmagnslaust á yfir milljón heimilum nú, vegna hans, samkvæmt upplýsingaveitunni PowerOutage.us.

Sjávarhæð í Fort Myers hefur þá einnig hækkað um 1,8 metra og hefur fjöldi fólks haft samband við lögreglu þar sem það kemst ekki út úr húsi vegna þessa. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert