Stjórnvöld í Noregi herða öryggi eftir gaslekana

Þrír lekar hafa greinst í Nord Stream 1 og 2 …
Þrír lekar hafa greinst í Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. AFP/John McDougall

Stjórnvöld í Noregi munu herða öryggi í kringum gaslagnir landsins eftir ásakanir um skemmdarverk á Nord Stream-gasleiðslunum í Eystrasalti.

„Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera ráðstafanir til þess að herða öryggi við framleiðslusvæði, vinnusvæði og stöðvarpalla,“ er haft eftir Terje Aasland, orkuráðherra Noregs, í tilkynningu.

Danska sigl­inga­mála­stofn­un­in til­kynnti í gær „hættu­leg­an“ gas­leka í Eystra­salti ná­lægt óvirku Nord Stream 2-gas­leiðslunni en til­kynnt var um óút­skýrða minnk­un á þrýst­ingi í leiðslunni.

Evr­ópsk stjórn­völd gruna Rússa um að hafa framið skemmd­ar­verk á gas­leiðsl­un­um, Nord Stream 1 og 2, sem liggja um Eystra­salt og flytja gas frá Rússlandi til Þýska­lands.

„Margt bendir til að þetta gæti verið skemmdarverk,“ bætti Aasland við. Noregur er nú orðinn stærsti gasbirgir Evrópu, í stað Rússa, í kjölfar stríðsins í Úkraínu.

Sérfræðingar segja hættu á að skemmdarverk verði framin á gasleiðslum frá Noregi og víða í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert