Rafmagnslaust hjá milljónum í Flórída

Stærsti hluti íbúa suðvesturstrandar Flórída-ríkis í Bandaríkjunum eru nú án rafmagns en fellibylurinn Ian gekk þar á land í gær. Hann hefur valdið skelfilegum flóðum og undirbúa embættismenn nú neyðarviðbrögð við óveðri af sjaldgæfum styrkleika.

Samkvæmt bandaríska landamæraeftirlitinu er 20 farandmanna (e. migrants) nú saknað eftir að bátur þeirra sökk. Fjórum tókst að synda í land á eyjunum Flórída Keys og þremur var bjargað á sjó af strandgæslunni.

Sjónvarpsupptaka frá strandborginni Naples í Flórída sýndi þegar flóðið streymdi inn í hús við ströndina og sópaði í burtu farartækjum af vegum.

Fellibylurinn gekk á land í Flórída í gær.
Fellibylurinn gekk á land í Flórída í gær. AFP/Sean Rayford

Fjórða stigs fellibylur

Sum hverfi í bænum Fort Meyers líktust einna helst vötnum en þar búa meira en 80.000 manns. Fellibylurinn gekk þar á land klukkan 15.00 að staðartíma og mældist vindhraði 67 metrar á sekúndu en hann var upphaflega skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur.

Fellibylurinn hefur nú aðeins róast og var klukkan tvö að staðartíma í nótt skilgreindur sem fyrsta stigs fellibylur.

Fellibylurinn var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur.
Fellibylurinn var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur. AFP/Joe Raedle

Meiri en tvær milljónir íbúa voru án rafmagns í Flórída snemma í morgun en um 11 milljónir manna búa í ríkinu.

„Ömurlegir dagar“ framundan

Talið er að Ian eigi eftir að hafa áhrif á fjölda milljóna sem búsett eru í Flórída og í nærliggjandi ríkjunum Georgíu og Suður-Karólínu.

Talið er að Ian eigi eftir að hafa áhrif á …
Talið er að Ian eigi eftir að hafa áhrif á fjölda milljóna sem búsett eru í Flórída. mbl.is/Gerardo Mora

„Þetta verður stormur sem við tölum um í mörg ár,“ sagði Ken Graham, yfirmaður bandarísku veðurstofunnar. „Þetta er sögulegur atburður,“ bætti hann við.

 Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída sagði að ríkið ætti eftir að upplifa „ömurlega daga“.

Tré hefur rifnað upp með rótum.
Tré hefur rifnað upp með rótum. mbl.is/Sean Rayford
mbl.is
Loka