19 látin eftir sprengjuárás í Kabúl

Frá Kabúl, höfuðborg Afganistan.
Frá Kabúl, höfuðborg Afganistan. AFP

Að minnsta kosta 19 létust í sprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Samkvæmt fréttaveitu AFP var um sjálfsvígssprengju að ræða. 

Að sögn BBC átti sprengingin sér stað í fræðslumiðstöðinni Kaaj í vesturhluta borgarinnar.

„Nemendur voru að undirbúa sig fyrir próf þegar sprengjan sprakk,“ sagði talsmaður lögreglunnar Khalid Zadran.

Hann staðfesti að 19 væru látin og 27 væru særð.

Mörg þeirra sem búa á svæðinu tilheyra Hazara-minnihlutahópnum sem hefur verið skotmark í fyrri árásum.

Enginn hópur hefur enn viðurkennt að standa að baki árásinni en talsmaður talíbana sagði að öryggisteymi á þeirra vegum væri á staðnum og fordæmdi árásina.

mbl.is