Fellibylurinn nálgast Suður-Karólínu

Maður flýr undan storminum í Sarasota í Flórída.
Maður flýr undan storminum í Sarasota í Flórída. AFP/Joe Raedle

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Suður-Karólínu vegna fellibylsins Ian.

Töluvert dró úr styrk bylsins er hann gekk yfir miðhluta Flórída og varð hann þá að hitabeltisstormi.

Ian gekk fyrst á land í vesturhluta Flórída á miðvikudag og var þá mjög öflugur, en hann taldist í flokki fjögur.

Að minnsta kosti níu látnir

Að minnsta kosti níu manns hafa látist í Flórída-ríki síðan þá og nokkur hundruð björgunaraðgerðir verið framkvæmdar. Bylurinn telst nú fyrsta stigs og er því ekki nærri jafn öflugur og hann var.

Um 80% borgarinnar Fort Myers er enn rafmagnslaus og 70% eru án vatns. Þetta segir Kevin Anderson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu ABC.

„Við eigum von á sendingu á morgun og fáum þá vatn, mat, klaka og setjum þá upp sendingarstöðvar,“ sagði Anderson. „Vandamálið er að það er mjög, mjög erfitt að búa hérna án loftræstikerfis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert