Fellibylurinn nálgast Suður-Karólínu

Maður flýr undan storminum í Sarasota í Flórída.
Maður flýr undan storminum í Sarasota í Flórída. AFP/Joe Raedle

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi í Suður-Karólínu vegna fellibylsins Ian.

Töluvert dró úr styrk bylsins er hann gekk yfir miðhluta Flórída og varð hann þá að hitabeltisstormi.

Ian gekk fyrst á land í vesturhluta Flórída á miðvikudag og var þá mjög öflugur, en hann taldist í flokki fjögur.

Að minnsta kosti níu látnir

Að minnsta kosti níu manns hafa látist í Flórída-ríki síðan þá og nokkur hundruð björgunaraðgerðir verið framkvæmdar. Bylurinn telst nú fyrsta stigs og er því ekki nærri jafn öflugur og hann var.

Um 80% borgarinnar Fort Myers er enn rafmagnslaus og 70% eru án vatns. Þetta segir Kevin Anderson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu ABC.

„Við eigum von á sendingu á morgun og fáum þá vatn, mat, klaka og setjum þá upp sendingarstöðvar,“ sagði Anderson. „Vandamálið er að það er mjög, mjög erfitt að búa hérna án loftræstikerfis.“

mbl.is