Kallar Rússa „blóðþyrst úrþvætti“

Að minnsta kosti 23 almennir borgarar létust í árásinni.
Að minnsta kosti 23 almennir borgarar létust í árásinni. AFP/Kateryna Klochko

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði Rússland „hryðjuverkaríki“ og sagði Rússa „blóðþyrst úrþvætti,“ eftir að rússneskir hermenn skutu á bílalest í morgun, sem flutti almenna borgara í mannúðlegum tilgangi, í Saporisjía í suðurhluta Úkraínu.

Að minnsta kosti 23 létust í árásinni og 28 særðust, allt almennir borgarar.

„Aðeins hryðjuverkamenn geta gert svona,“ sagði Selenskí jafnframt.

Þá sagði forsetinn að Rússar myndu gjalda fyrir þetta. „Fyrir hvert einasta úkraínska líf sem tapast.“

AFP/Kateryna Klochko

Rússar segja Úkraínumenn bera ábyrgðina

Full­trúi Kremlar í Sa­porisjía sagði úkraínska her­menn en ekki rúss­neska standa að baki árás­inni. 

„Rík­is­stjórn­in í Kænug­arði er að reyna að lýsa því sem gerðist sem skotárás rúss­neskra her­manna og grípa til sví­v­irðilegr­ar ögr­un­ar,“ sagði Vla­dimír Rogóv á Tel­egram.

„Úkraínsk­ir bar­daga­menn frömdu enn eitt hryðju­verkið,“ bætti hann við.

AFP/Kateryna Klochko
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert