Áætla að minnst 50 hafi látið lífið

Staðfest andlát eru tuttugu og þrjú.
Staðfest andlát eru tuttugu og þrjú. Win McNamee/Getty Images/AFP

Yfirvöld í Flórídaríki í Bandaríkjunum áætla að minnst fimmtíu manns hafi látið lífið vegna fellibylsins Ian sem gekk fyrst á land ríkisins á miðviku­dag.

Miami Herald greinir frá.

Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði við því á fimmtudaginn að fellibylurinn gæti orðið sá mannskæðasti í sögu ríkisins.

New York Times greinir frá því að staðfest andlát séu 23. Flestir hinna látnu drukknuðu og voru flest andlátin í Lee-sýslu, sem er sunnarlega á vestanverðum Flórídaskaganum.

Þeir látnu voru á aldrinum 22-92 ára, flestir sem létu lífið höfðu náð 60 ára aldri. Aldur þriggja einstaklinga er enn óljós.

Mikið tjón hefur orðið.
Mikið tjón hefur orðið. AFP/Ricardo Arduengo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert