Að minnsta kosti 27 látnir eftir umferðarslys

Sjúkrabifreið í Indlandi. Mynd úr safni.
Sjúkrabifreið í Indlandi. Mynd úr safni. AFP

Dráttarvél með vagn fullan af pílagrímum hvolfdi á leið til hofs í Indlandi í dag og endaði í tjörn.

Að minnsta kosti 27 manns eru látnir eftir slysið að sögn fjölmiðla þar í landi, en það átti sér stað í borginni Kanpur í héraðinu Uttar Pradesh. Þá eru 22 til viðbótar slasaðir.

Verið var að aka hindúískum pílagrímum aftur frá hofinu Chandrika Devi. Forsætisráðherrann Narendra Modi hefur vottað aðstandendum samúð sína.

mbl.is