Stærsti flokkurinn náði ekki manni inn

Krisjanis Karins var ánægður með niðurtöðuna er hann ræddi við …
Krisjanis Karins var ánægður með niðurtöðuna er hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöldi. AFP/Gints Ivuskans

Mið-hægriflokkur Krisjanis Karins forsætisráðherra Lettlands hlaut flest atkvæði í þingkosningunum sem fóru þar fram í gær, en búið er að telja rúm 97% greiddra atkvæða. Stjórnmálaflokkar sem hafa almennt verið sterkir á meðal stærsta minnihlutahóp landsins, Rússa, biðu afhroð.

ABC News greinir frá.

Niðurstaðan ætti ekki að koma á óvart, en hún er í samræmi við það sem kosningaspár höfðu gert ráð fyrir.

Flokkssystkini forsætisráðherrans fögnuðu tölunum í gær.
Flokkssystkini forsætisráðherrans fögnuðu tölunum í gær. AFP

Úr 20% í 4,8%

Sósí­al­demó­krata­flokk­ur­inn Sam­lyndi (l. Sask­ana) sem hefur verið sterkur meðal Rússa í Lettlandi hlaut 4,8% greiddra atkvæða, en Rússar gera 25% íbúa landsins. Til þess að ná inn manni þurfa stjórnmálaflokkar að hljóta að minnsta kosti 5% greiddra atkvæða. Þykir ljóst að flokkurinn muni ekki ná inn manni þar sem búið er að telja rúm 97% atkvæða.

Í síðustu kosningum árið 2018 hlaut flokkurinn 20% atkvæða og varð stærsti flokkurinn á lettneska þinginu. Þrátt fyrir góða kosningu vildi enginn flokkur vinna með honum í ríkisstjórn.

Kjörsókn var í kringum 59% sem 5% aukning frá kosningunum árið 2018.

mbl.is