Flaug skotið að Japan og fólk beðið að leita skjóls

Mynd tekin 29. september. Norður-Kórea skaut flugskeytum þann 29. september …
Mynd tekin 29. september. Norður-Kórea skaut flugskeytum þann 29. september í tilraunarskyni. AFP

Yfirvöld í Japan tilkynntu á tólfta tímanum að íslenskum tíma, eða á áttunda tímanum að morgni þriðjudags að staðartíma, að Norður-Kórea hefði skotið flugskeyti yfir landið. Borgarar voru varaðir við og beðnir um að koma sér í skjól.

Yfirvöld í Japan hafa síðan fordæmt atvikið, eftir að í ljós kom að skeytið lenti í Kyrrahafinu.

Landhelgisgæsla Japans hefur tilkynnt að flugskeytið virðist hafa lent í sjónum og hafa flutningaskip sem og önnur skip fengið viðvörun um að fara að öllu með gát vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert