Suður-Kórea og Bandaríkin skjóta til baka

Þetta kemur í kjölfar þess að Norður-Kórea skaut flugskeyti yfir …
Þetta kemur í kjölfar þess að Norður-Kórea skaut flugskeyti yfir Japan í gærkvöldi. AFP

Suður-Kórea og Bandaríkin skutu fjórum flugskeytum í Japanshaf í kvöld. Þetta herma suður-kóreskir fjölmiðlar eftir að fregnir bárust þeim frá suður-kóreska hernum.

Er þetta svar ríkjanna við eldflaugaskoti Norður-Kóreu yfir Japan í gær en Norður-Kórea greip síðast til slíkra aðgerða árið 2017. Þá átti Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, í deilum við Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Fordæmdu árás Norður-Kóreumanna

Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, sagði eldflaugaskot Norður-Kóreu hafa verið til þess fallið að ögra og hét því að því yrði svarað.

Antonio Guiterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt eldflaugaskot Norður-Kóreumanna, auk þess sem Joe Biden Bandaríkjaforseti og Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, fordæmdu aðgerðina.

mbl.is