Verðþak hafi skaðleg áhrif um allan heim

Novak segir Rússa ekki ætla að selja olíu til þeirra …
Novak segir Rússa ekki ætla að selja olíu til þeirra landa sem setja á verðþak. AFP/Vladimir Simicek

Alexander Novak, varaforsætisráðherra Rússlands, sagði í sjónvarpsviðtali í dag að verðþak á olíu frá Rússlandi, sem Evrópusambandið hefur rætt um sem hluta af refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu, myndi hafa skaðleg áhrif á alheimsmarkað með olíu.

„Svona tæki truflar allt gangverk markaðarins og getur haft skaðleg áhrif á olíuiðnaðinn um allan heim,“ sagði Novak samtali við rússneskja ríkissjónvarpið eftir að greint hafði verið frá því einblínt hefði verið á verðþak á alla olíu frá Rússlandi sem hluta af refsiaðgerðunum sem ákveðnar voru í dag.

Ekki hefur þó enn verið gefið upp í hverju refsiaðgerðirnar felast. Þær eiga eftir að fara í gegnum loka­samþykkt en ef eng­inn hreyf­ir mót­mæl­um taka þær gildi á morg­un.

Novak sagði jafnframt að Rússar myndu ekki flytja olíu til þeirra landa sem settu slíkt verðþak á.

mbl.is