Enn ein skotárás í Södertälje

Enn er tekist á með skotvopnum í Södertälje.
Enn er tekist á með skotvopnum í Södertälje. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Lögregla í Svíþjóð er með mikinn viðbúnað í Saltskog í Södertälje, suður af Stokkhólmi, eftir skotárás þar á sjöunda tímanum í kvöld að sænskum tíma og eru minnst tveir sárir. Hefur annar þeirra verið fluttur með þyrlu á sjúkrahús.

Er nú unnið að því að yfirheyra vitni eftir því sem sænska ríkisútvarpið SVT hefur eftir Mats Eriksson, upplýsingafulltrúa lögreglunnar, og hefur lögregla lokað svæði umhverfis vettvanginn.

Skotárásin í kvöld er sú fimmta á tæpum tveimur vikum í Södertälje og hafa tvær árásanna kostað mannslíf. Frá því í febrúar hafa alls fimm manns látið lífið af skotsárum þar í bænum.

SVT

Aftonbladet

Göteborgs-Posten

mbl.is