Máli Twitter gegn Musk frestað

Elon Musk og Twitter fá frest til 28. október til …
Elon Musk og Twitter fá frest til 28. október til þess að ganga frá kaupsamningi. Samsett mynd

Dómstóll í Delaware-ríki í Bandaríkjunum hefur frestað máli milljarðamæringsins Elon Musk gegn Twitter. Fá báðir aðilar frest til 28. október, til þess að ganga frá kaupum Musk á samfélagsmiðlinum. 

Átti málið að vera tekið fyrir eftir 11 daga en náist ekki samkomulag um kaup Musk á Twitter gæti málið verið tekið fyrir í nóvember. Musk hafði óskað eftir því að fresta málinu.

Musk hefur að undanförnu reynt að falla frá kaupunum og sakað stjórn Twitter um að hafa ekki gefið upp gögn um fjölda gervireikninga á miðlinum. Í kjölfarið krafðist stjórn Twitter þess að Musk stæði við kaupsamninginn.

Musk bauðst hins vegar til þess að gangast við upprunalegu tilboði upp á 44 milljarða Bandaríkjadali á mánudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert