Um 30 látnir eftir skotárás í leikskóla

Panya Khamrab fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er sagður hafa framið skotárásina.
Panya Khamrab fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er sagður hafa framið skotárásina. AFP

Um 30 létu lífið í skotárás í leikskóla í héraðinu Nong Bua Lamphu í norðausturhluta Taílands í morgun. 23 börn á aldrinum tveggja til þriggja ára voru meðal fórnarlamba. Árásarmaðurinn var vopnaður haglabyssu, skammbyssu og hnífi þegar hann lét til skarar skríða. 

Ekki liggur fyrir hver ástæða skotárásarinnar var en sá sem liggur undir grun er Panya Khamrab, fyrrverandi lögreglumaður sem var sagt upp störfum á síðasta ári vegna fíkniefnaneyslu.

Uppfært klukkan 08.28

Samkvæmt upplýsingum fréttaveitu AFP myrti árásarmaðurinn fjölskyldu sína, eiginkonu og barn, og tók eigið líf í kjölfar skotárásarinnar í dag.

Skotárásir á fjölda fólks eru ekki algengar í Taílandi en fyrir tveimur árum lét 21 lífið þegar að hermaður skaut þá til bana og særði tugi til viðbótar í borginni Nakhon Ratchasima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert