Pútín sjötugur: „Guð setti þig í valdastól“

Vladimír Pútín ásamt Kirill árið 2016.
Vladimír Pútín ásamt Kirill árið 2016. AFP/Kirill Kudryavtsev

Leiðtogi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sagði í morgun að guð standi á bak við völd Vladimírs Pútíns þegar hann óskaði Rússlandsforsetanum til hamingju með 70 ára afmælið.

„Guð setti þig í valdastól til að þú getir innt af hendi sérlega mikilvæga þjónustu og borið mikla ábyrgð á örlögum landsins sem almenningur treysti þér fyrir,“ sagði patríarkinn Kirill, sem bættist þar með í hóp fjölda embættismanna sem óskuðu Pútín til hamingju með daginn.

Patríarkinn hrósaði Pútín fyrir að „umbreyta ímynd Rússland, efla fullveldi þess og varnir og vernda það sem snýr að mikilvægi þjóðarinnar.“

Kirill óskaði forsetanum „heilsu og langlífis“, en Pútín hefur verið við völd í Rússlandi í yfir 20 ár.

Einnig bað hann tilbiðjendur um allt landið til að biðja fyrir heilsu hans.

Kirill, sem hefur verið leiðtogi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar frá árinu 2009, hefur stutt innrás Rússa í Úkraínu dyggilega. Hann hefur náin tengsl við ríkisstjórn Pútíns og styðjur íhaldssöm gildi hennar á kostnað vestræns frjálslyndis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert