Segir Úkraínu undirbúa árás á Hvíta-Rússland

Alexander Lúkasjenskó í sumar.
Alexander Lúkasjenskó í sumar. AFP/Alexander Nemenov

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands og náinn samherji Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, segir að Úkraínumenn undirbúi árás á landsvæði Hvíta-Rússlands.

„Ég hef þegar sagt að í dag er Úkraína ekki bara að hugsa um það, heldur að skipuleggja árásir á landsvæði Hvíta-Rússlands,“ hafði ríkisfréttastofan Belta eftir Lúkasjenkó að loknum fundi með embættismönnum í öryggismálum.

Pútín og Lúkasjenkó í síðasta mánuði.
Pútín og Lúkasjenkó í síðasta mánuði. AFP/Gavriil Grigorov

„Við höfum samþykkt að safna saman mannskap frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi á svæðinu,“ bætti hann við.

Lúkasjensó tilgreindi ekki hvert hersveitirnar ætluðu, en sagði að þær hefðu verið myndaðar fyrir tveimur dögum.

„Án þess að vilja gera ástandið enn verra þá þurfið þið að skilja að ef þið viljið frið þurfið þið að undirbúa ykkur fyrir stríð,“ sagði hann.

Hvíta-Rússland reiðir sig fjárhags- og stjórnmálalega á stuðning frá Rússlandi.

Lúkasjenskó leyfði rússneskum hersveitum að fara inn í land sitt undir því yfirskini að um heræfingar hefði verið að ræða, mánuðina áður en Rússar gerðu innrás í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert