Rússnesk herþota hrapaði í Rússlandi

Hér má sjá fjölbýlishúsið sem kviknaði í út frá hrapi …
Hér má sjá fjölbýlishúsið sem kviknaði í út frá hrapi herþotunnar. AFP

Rússnesk herþota hrapaði til jarðar í íbúahverfi í bænum Ijesk. Bærinn er í suðurhluta Rússlands, nálægt landamærum við Úkraínu. 

Minnst fjórir létu lífið vegna atviksins, sem skilgreint hefur verið sem slys, og 25 hafa verið fluttir á spítala, að því er kemur fram í tilkynningu frá yfirvöldum á svæðinu. 

Út frá hrapi herþotunnar braust eldur sem læsti sig í níu hæða fjölbýlishúsi. Talið er að eldsumbrotin hafi þakið um tvö þúsund fermetra. Í húsinu búa um 600 manns. 

Rússneska varnamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að um æfingaflug rússneska flughersins hafi verið að ræða.

Herþotan var af gerðinni Su-34, en óvænt hafi komið upp bilun í þotunni og eldur kviknað í vél hennar. Eldurinn smitaðist svo yfir í eldsneyti þotunnar og við það varð sprenging með tilheyrandi afleiðingum.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í kvöldfréttum og sagði að tryggt yrði að bæjarbúar í Ijesk fengju alla nauðsynlega aðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert