Brottflutningur íbúa frá Kerson sagður hafinn

Borgin er staðsett í suðurhluta Úkraínu við Dnípró ána.
Borgin er staðsett í suðurhluta Úkraínu við Dnípró ána. AFP/Andrei Boródúlín

Aðgerðir við að flytja á brott almenna borgara frá borginni Kerson í Úkraínu eru hafnar, samkvæmt upplýsingum frá embættismönnum í héraðinu sem eru hliðhollir Rússum.

Borgin er í suðurhluta Úkraínu við Dnípró-ána. Í myndskeiði sem birt var á rússnesku sjónvarpsstöðinni Russia 24 má sjá íbúa bíða í röðum eftir því að vera fluttir yfir ána í ferju.

Yfirvöld í borginni, sem Rússar skipuðu, áforma að flytja á bilinu 50 til 60 þúsund yfir ána en áætlað er að brottflutningurinn taki um sex daga. Talið er að flytja eigi íbúana til Rússlands.

Ker­son var fyrsta stór­borg­in til að falla í hend­ur Rússa snemma í stríðinu og er Ker­son-héraðið jafn­framt eitt þeirra fjög­urra héraða sem rúss­nesk stjórn­völd inn­limuðu ólög­lega í síðasta mánuði.

Gagnárás her­sveit­a Úkraínu­ hefur þó gengið vel og hafa þær end­ur­heimt landsvæði í grennd við borg­ina á síðustu vik­um.

Segja úkraínska herinn skipuleggja árás á borgina

Yfirmenn í rússneska hernum hafa sagt ástandið í Kerson erfitt og að úkraínski herinn væri að undirbúa árás á borgina.

Rússneski miðillinn RIA Novosti greindi frá því að íbúar hefðu fengið sms þar sem þeir voru hvattir til að rýma áður en úkraínski herinn myndi hefja sprengjuárásir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert