Eitt af mörgum flugskeytum lenti nálægt S-Kóreu

Sýnt frá eldflaugatilraun Norður-Kóreumanna í sjónvarpi á lestarstöð í Seúl, …
Sýnt frá eldflaugatilraun Norður-Kóreumanna í sjónvarpi á lestarstöð í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu í morgun. AFP/Jung Yeon-Je

Norður-Kóreumenn skutu á loft yfir tíu flugskeytum í morgun, þar af einu sem lenti nálægt ströndum Suður-Kóreu. 

Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, sagði atvikið vera „svæðisbundna innrás í raun og veru”.

Einu skammdrægu flugskeyti var skotið yfir landamærin á hafi úti á milli landanna tveggja. Íbúar eyjunnar Ulleungdo voru hvattir til að leita skjóls í loftvarnabyrgjum.

Suðurkóreski herinn sagði að þetta væri „í fyrsta sinn síðan skaganum var skipt upp” við lok Kóreustríðsins árið 1953 sem norðurkóreskt flugskeyti lendir svo nálægt ströndum Suður-Kóreu.

Yoon Suk-yeol (til vinstri), forseti Suður-Kóreu, á fundi með þjóðaröryggisráði …
Yoon Suk-yeol (til vinstri), forseti Suður-Kóreu, á fundi með þjóðaröryggisráði landsins vegna flugskeytaskota Norður-Kóreu. AFP

„Yoon forseti benti á það í dag að ögranir Norður-Kóreu sé í raun og veru svæðisbundin innrás eftir að flugskeyti fór yfir norður-landamærin [á hafi úti] í fyrsta sinn síðan skiptingin var gerð,” sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu hans.

Flugskeytið sem fór næst Suður-Kóreu lenti aðeins 57 kílómetrum austur af meginlandinu, að sögn hersins.

Herinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði flugskeytaskotið skammt frá ströndum Suður-Kóreu vera „mjög sjaldgæft og ólíðanleg”.

„Herinn okkar heitir því að bregðast af hörku við þessum ögrunum,” bætti hann við.

Skömmu síðar sagðist suðurkóreski herinn hafa skotið þremur flugskeytum yfir landamærin á hafi úti þar sem flugskeyti Norður-Kóreu hafði áður lent.

Uppfært kl. 8.29:

Suðurkóreski herinn sagði að Norður-Kóreumenn hafi skotið á loft fjórum flugskeytum til viðbótar í morgun. Áður höfðu þeir skotið yfir tíu flugskeytum, þar af einu sem lenti nálægt S-Kóreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert