Flugskeytin marki hættulega stigmögnun

Að minnsta kosti 20 flugskeytum var skotið í landhelgi Norður-Kóreu.
Að minnsta kosti 20 flugskeytum var skotið í landhelgi Norður-Kóreu. Jung Yeon-Je / AFP

Evrópusambandið hefur fordæmt yfirvöld í Norður-Kóreu fyrir að skjóta fleiri en 20 flugskeytum yfir landhelgi Suður-Kóreu á einum degi. Þar af var eitt sem lenti ná­lægt strönd­um ríkisins.

Char­les Michel, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði í tísti að hann væri „hneykslaður yfir ofstopafyllri og ábyrgðalausri hegðun Pyongyang [höfuðborgar Norður-Kóreu].“

Þá sagði hann að Evrópusambandið styddi Suður-Kóreu og önnur nálæg ríki. 

Talsmaður Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði í tísti að flugskeytin mörkuðu hættulega stigmögnun á brotum Norður-Kóreu á ályktunum Sameinuðu þjóðanna. 

Evrópusambandið hefur hvatt Norður-Kóreu til þess að hætta þessum aðgerðum sem eru „ólöglegar og skapa óstöðugleika“ og hefja viðræður að nýju til að tryggja frið og öryggi á Kóreuskaganum. 

mbl.is