Vill að Kínverjar beiti Rússa þrýstingi

Xi Jinping (til hægri) ásamt Scholz í Peking í morgun.
Xi Jinping (til hægri) ásamt Scholz í Peking í morgun. AFP/Kay Nietfeld

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði við Xi Jinping, forseta Kína, að hann vilji að kínversk stjórnvöld beiti „áhrifum” sínum gagnvart Rússum til að stöðva stríðið í Úkraínu.

„Ég sagði forsetanum að það er mikilvægt að Kína beiti áhrifum sínum gagnvart Rússum,” sagði Scholz að loknum fundi leiðtoganna tveggja í Kína.

„Rússar verða þegar í stað að stöðva árásir sínar sem almennir borgarar hafa þurft að þola daglega og þeir þurfa að draga sig til baka frá Úkraínu,” bætti hann við.

Fundargestir í Peking í morgun.
Fundargestir í Peking í morgun. AFP/Kay Nietfeld

Hann sagði að Rússland, Kína og vesturlönd hafi ákveðið að virða sáttmála Sameinuðu þjóðanna og „meginreglur á borð við fullveldi og heiðarleika varðandi landsvæði”, en Rússar hafi brotið sáttmálana með innrás sinni í Úkraínu.

Samningur um korn verði framlengdur

Scholz hvatti jafnframt Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að framlengja samning um að leyfa flutning á korni til Úkraínu í gegnum Svartahaf.

„Það gengur ekki að nota hungur sem vopn,” sagði kanslarinn.

Flutningur á korni hófst á nýjan leik í gær eftir að Rússar ákváðu að virða samning þess efnis eftir alþjóðlegan þrýsting.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert