Svíar beygja sig undir kröfur Erdogan

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Sænska ríkisstjórnin hyggst slíta öll tengsl við varnarsveitir Kúrda YPG og Lýðræðisbandalagið PYD, sem er stjórnmálafylking Kúrda í Sýrlandi. Er þetta gert til þess að treysta sambandið við Tyrkland. 

Varnarsveitirnar hafa barist við hlið hers Atlantshafsbandalagsins, gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi. Hafa Svíar hingað til stutt við þær og Lýðræðisbandalagið. 

Tyrkir hafa ekki viljað samþykkja aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu, NATO og þannig staðið í vegi aðildar þeirra, þar sem samþykki allra aðildarríkja þarf til að innganga sé samþykkt.

Of náin tengsl

Innan fárra daga munu Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ganga til fundar við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, að því er fram kemur í frétt sænska ríkisútvarpsins

Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Tobias Billström, segir of náin tengsl milli varnarsveitanna og vopnaðra sveita kúrdíska verkamannaflokksins, PKK. Þær sveitir eru á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök. 

Tyrkneska ríkisstjórnin álítur YPG og PYD einnig hryðjuverkasamtök. Billström segir Svíþjóð ekki vilja skaða samband sitt við Tyrki með því að halda stuðningnum áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert