Fjöldamorðingi áfrýjar lífstíðardómi

Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tveimur árum.
Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tveimur árum. AFP

Ástralskur öfgamaður sem myrti 51 í árásum sem hann gerði á tvær moskur á Nýja-Sjálandi árið 2019 hefur áfrýjað lífstíðardómi sem hann hlaut. 

Brenton Tarrant var vopnaður nokkrum hálfsjálfvirkum skotvopnum þegar hann réðist á fólkið sem var við föstudagsbæn í moskunum í mars fyrir þremur árum. Hann streymdi árásunum í beinni útsendingu á netinu.

Allir sem létust voru múslímar. Þeirra á meðal voru börn, konur og eldri borgarar.

Tarrant játaði sök í málinu, en hann var ákærður fyrir að hafa orðið 51 að bana auk þess að hafa gert 40 tilraunir til manndráps. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Þetta var í fyrsta sinn í sögu Nýja-Sjálands sem slíkur dómur féll, en dæmt var í málinu í ágúst 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert