Heitasti október frá upphafi mælinga

Í október var um tveimur gráðum heitara en á viðmiðunartímabilinu …
Í október var um tveimur gráðum heitara en á viðmiðunartímabilinu 1991 til 2020. AFP/Patrick T. Fallon

Hitastig í Evrópu var að meðaltali tveimur gráðum heitara í október en á viðmiðunartímabilinu 1991 til 2020. 

„Alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga eru mjög sýnilegar nú og við þurfum metnaðarfullar loftslagsaðgerðir á COP27 til að tryggja minnkun losunar til að ná stöðugleika í hitastigi og fylgja eftir 1,5 gráðu markmiði Parísarsamkomulagsins,“ sagði Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evr­ópu­sam­bands­ins, í ræðu sinni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, sem fer nú fram í Egyptalandi.

Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP27, fer nú fram í Egyptalandi.
Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP27, fer nú fram í Egyptalandi. AFP/Mohammed Abed

Loftslagsstofnunin greindi frá því að hitamet hafi verið slegin víða í Vestur-Evrópu í október, meðal annars í Austurríki, Sviss og Frakklandi. Þá hafi met einnig verið slegin víða á Ítalíu og Spáni. 

Í öðrum heimshlutum var hiti einnig óvenju hár í mánuðinum, svo sem í Kanada, á Grænlandi og í Síberíu. 

Hins vegar var meiri kuldi í Ástralíu, á Suðurheimskautslandinu og í Austur-Rússlandi. 

Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, sagði í gær í ávarpi sínu á COP27 að mannkynið væri á hraðri leið til loftslagshelvítis, „með fót­inn enn á bens­ín­gjöf­inni“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert