Flytja Griner í fanganýlendu

Brittney Grin­er var hand­tek­in í Rússlandi í fe­brú­ar.
Brittney Grin­er var hand­tek­in í Rússlandi í fe­brú­ar. AFP/Evgenia Novozhenina/Pool

Yfirvöld í Rússlandi ætla að flytja bandarísku körfuknattleikskonuna Brittney Griner í fanganýlendu.

Lögfræðingar Griner greindu frá þessu en hún var hand­tek­in í Rússlandi í fe­brú­ar. Í ág­úst var hún dæmd til níu ára fang­elsis­vist­ar. Griner var fund­in sek um eit­ur­lyfja­smygl og að vera með kanna­bisol­íu í fór­um sín­um.

Maria Blagovolina og Alexander Boykov, lögfræðingar Griner, greindu frá því í yfirlýsingu að hún hafi verið flutt úr fangelsinu sem hún var í þann 4. nóvember og sé nú á leið í fanganýlendu. 

Engar upplýsingar um hvar hún er stödd

Þá sögðu þau að rússnesk yfirvöld senda yfirleitt tilkynningar um flutning fanga með pósti og því getur tekið tvær vikur fyrir þau að fá frekari upplýsingar um flutning Griner. 

„Við höfum engar upplýsingar um hvar hún er nákvæmlega núna eða hvert hún mun fara.“

Karine Jean-Pierre, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, hefur greint frá því að bandarísk yfirvöld hafa boðið Rússum „veglegt tilboð“ til að greiða úr máli Griner. 

„Hver mínúta sem Brittney Griner þarf að þola ólöglega gæsluvarðhald í Rússlandi er mínútu of mikið,“ sagði Jean-Pierre í yfirlýsingu.

mbl.is