Hátæknivætt kameldýrahlaup í Katar

Knapar eru hvergi sjáanlegir þegar keppt er í kameldýrahlaupi í eyðimörkinni í Katar. Dýrunum er þess í stað stjórnað með fjarstýrðum búnaði sem er á baki þeirra. Búnaðinum er stjórnað úr bílum sem er ekið meðfram hlaupabrautinni.

Vonast er til að þessi hátæknivædda íþrótt fái aukið fylgi þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður haldið í Katar með komu meira en milljón erlendra áhorfenda.

mbl.is