Hersveitir Rússa hafa yfirgefið Kerson

Rússar segjast hafa dregið allt herlið sitt frá vesturbakka árinnar Dnipro eftir að stjórnvöld í landinu tóku þá „erfiðu ákvörðun“ að hörfa frá borginni Kerson í suðurhluta Úkraínu vegna framgangs úkraínskra hersveita.

„Í dag klukkan 5 að Moskvu-tíma [klukkan 2 að íslenskum tíma] lauk flutningi rússneskra hersveita yfir á vinstri bakka árinnar Dnipro. Enginn herbúnaður eða vopn voru skilin eftir á hægri bakkanum,“ sagði í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins á samfélagsmiðlum.

Reyk leggur yfir ána Dnipro eftir árásir Rússa á Kænuborg, …
Reyk leggur yfir ána Dnipro eftir árásir Rússa á Kænuborg, höfuðborg Úkraínu, fyrir mánuði síðan. AFP/Genya Savilov
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert