Kerson frelsuð

Selenskí Úkraínuforseti segir að Kerson hafi verið frelsuð.
Selenskí Úkraínuforseti segir að Kerson hafi verið frelsuð. AFP/Ganya Savilov

Úkraínumenn hafa aftur náð völdum yfir borginni Kerson í suðurhluta Úkraínu, nú stuttu eftir að rússneskar hersveitir yfirgáfu borgina.

„Í dag er merkisdagur. Við höfum náð að endurheimta Kerson,“ skrifaði Selenskí á samskiptamiðlinum Telegram í dag.

Sérseitir staðsettar í borginni

Hann segir úkraínskar hersveitir nú staddar í útjöðrum borgarinnar.

„En sérsveitir okkar eru nú þegar komnar inn í borgina,“ skrifaði hann og birti í kjölfarið mynd sem virtist sýna úkraínskar hersveitir hafa safnast saman með íbúum Kerson.

Eftir því sem liðið hefur á kvöldið hafa Úkraínumenn safnast saman á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði og fagnað flótta rússneskra hersveita frá Kerson.

Úkraínumenn fagna þessu á Sjálfstæðistorgi.
Úkraínumenn fagna þessu á Sjálfstæðistorgi. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert