„Líf plánetunnar að veði“

Joe Biden forseti Bandaríkjanna heldur ræðu á COP27 í dag.
Joe Biden forseti Bandaríkjanna heldur ræðu á COP27 í dag. AFP/Ahmad Gharabli

Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi í dag að „líf plánetunnar“ væri að veði í loftlagsvandanum. Hann segir að Bandaríkin séu á áætlun með að draga úr losun koltvíoxíðs.

„Loftlagsvandinn snýst um öryggi mannkyns, efnahagslegt öryggi, umhverfislegt öryggi, þjóðaröryggi og líf plánetunnar,“ sagði Biden í ræðu sinni.

„Bandaríkin munu ná útblásturs áætlunum okkar,“ sagði Biden. 

Heimurinn þurfi að „stíga upp“

Forsetinn sagði einnig í ræðu sinni að heimurinn þurfi að „stíga upp“ til að draga úr losun á koltvíoxíði í þeirri von til þess að ná stjórn á hlýnun jarðar.

„Allar þjóðir þurfa að stíga upp. Á þessari samkomu þurfum við að endurnýja og auka metnað okkar í loftlagsmálum.“

„Það er skylda og ábyrgð leiðtoga heimsins. Lönd sem eru í stöðu til þess, ættu að hjálpa þróunarlöndum til þess að þau geti tekið afgerandi ákvarðanir í loftlagsmálum – auðvelda orkuskipti þeirra, ryðja leið til velmegunar í samræmi við loftlagsmarkmið okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert