Segja Kerson enn hluta af Rússlandi

Vladimír Pútín Rússlandsforseti síðastliðinn miðvikudag.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti síðastliðinn miðvikudag. AFP/Sergei Bobylyov

Rússnesk stjórnvöld segja að borgin Kerson í suðurhluta Úkraínu sé enn hluti af Rússlandi jafnvel þótt Rússar hafi tilkynnt að hersveitir þeirra væru að hörfa þaðan vegna framgangs Úkraínumanna.

„Þetta er hluti af rússneska ríkinu. Engar breytingar hafa orðið á þessu og það verða engar breytingar,“ sagði Dimitrí Peskov, talsmaður Kremlar, við blaðamenn.

Aðspurður neitaði Peskov því að Rússar sæju eftir því að hafa innlimað Kerson-hérað.

Úkraínskir hermenn skammt frá borginni Kerson 28. október.
Úkraínskir hermenn skammt frá borginni Kerson 28. október. AFP/Bulent Kilic

Fyrr í vikunni fyrirskipaði varnarmálaráðherra Rússlands hersveitum landsins að hörfa frá Kerson.

Kerson er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa haft á sínu valdi síðan þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar.

Fyrir rúmum mánuði síðan undirritaði Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti lög­gjöf um inn­limun fjög­urra úkraínskra héraða í Rúss­land, þar á meðal Kerson, þar sem samnefnd borg er staðsett. Lög­in voru und­ir­rituð á sama tíma og úkraínsk­ar her­sveit­ir sóttu hart fram í Ker­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert