Skaut föstum skotum að Ron DeSantis

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP/ Andrew Cabellero-Reynolds

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída og líklegan mótframbjóðanda hans fyrir útnefningu repúblíkana til forsetakosninga 2024. 

BBC greinir frá. 

Trump gerði lítið úr DeSantis, sem áður var pólitískur lærlingur Trumps, og sagði hann meðalmenni sem ekki sýndi fram á traust og trúnað.  

DeSantis sem er 44 ára fór með stórsigur af hólmi í kosningunum í Flórída á þriðjudaginn og er af mörgum talinn einn sigurvegara kosninganna í Bandaríkjunum. Hann er þá metinn hafa styrkt stöðu sína innan flokksins verulega og sem rísandi stjarna hans. 

Víða er búist við því að hann bjóði sig fram til þess að leiða repúblíkanaflokkinn fyrir forsetakosningar árið 2024. 

Trump, sem er 76 ára, hefur gefið það sterkt til kynna undanfarið að hann muni standa í vegi fyrir framgangi DeSantis.

Forsetinn fyrrverandi, sem hefur á bak við sig mikla kosningamaskínu og mikinn stuðning heittrúaðra repúblíkana, yrði ekki ákjósanlegur andstæðingur DeSantis eða nokkurs annars sem fellur í ónáð hans. 

Í lögnu ávarpi sem að Trump hélt í gærkvöldi kallaði Trump ríkisstjórann pólitíska léttavigt sem að hafði leitað til sín algjörlega örvæntingafullur árið 2017 – þegar hann fór fyrst í framboð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert