Úkraínskar hersveitir á leið til Kerson

Úkraínskar hersveitir eru að koma til borgarinnar Kerson í suðurhluta Úkraínu, eftir að Rússar yfirgáfu borgina með allt herlið sitt í nótt og fluttu yfir á austurbakka árinnar Dnipro.

„Kerson verður aftur undir stjórn úkraínskra yfirvalda og úkraínskar hersveitir stefna nú til borgarinnar,“ segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins á samfélagsmiðlum. Jafnframt var tekið fram að allar tilraunir Rússa til að fara gegn hersveitum Úkraínumanna yrðu stöðvaðar.

Stjórnvöld í Rússlandi tilkynntu það fyrir fyrr í vikunni að rússneskar hersveitir myndu hörfa frá borginni og í yfirlýsingu í morgun kom fram að brottflutningi væri lokið engin búnaður hefði verið skilinn eftir.

Uppfært kl. 14.46:

Rússneska varnarmálaráðuneytið segist tilkynningu hafa dregið rúmlega 30 þúsund manna herlið í burtu frá Kerson-héraði, þar á meðal samnefndri höfuðborg þess.

Úkraínskar hersveitir stefna nú til Kerson.
Úkraínskar hersveitir stefna nú til Kerson. AFP/Bulent Kilic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert