Banksy kynnir nýtt verk úr rústum í Úkraínu

Af listasýningu Banksy í Tælandi.
Af listasýningu Banksy í Tælandi. AFP

Huldulistamaðurinn Banksy kynnti nýtt verk, sem hann málaði á vegg Úkraínu, á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi.

Verkið er staðsett skammt fyrir utan Kænugarð. Á því má sjá fimleikakonu í handstöðu innan í byggingarústum. Heimamenn hafa túlkað fimleikakonuna sem tákngerving þrautsegju úkraínsku þjóðarinnar. 

View this post on Instagram

A post shared by Banksy (@banksy)

Fyrsta verkið sem Bansky gengst við

Undir myndina skrifaði götulistamaðurinn „Borodyanka, Ukraine“ en Borodyanka hefur komið sérlega illa undan sprengjuárásum rússneska hersins. 

Fjöldi keimlíkra veggmynda hafa skotið upp kollinum víðsvegar um Úkraínu og margir velt því fyrir sér hvort hinn dularfulli listamaður sé staddur í ríkinu.

Verkið af fimleikastúlkunni er hingað til það eina sem listamaðurinn hefur gengist við að hafa málað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert