Haldið upp á krýningarafmæli Margrétar Þórhildar

Margrét Þórhildur veifar til þeirra 1.500 Dana sem lögðu leið …
Margrét Þórhildur veifar til þeirra 1.500 Dana sem lögðu leið sína á ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. AFP

Margrét Þórhildur Danadrottning hélt upp á fimmtíu ára krýningarafmæli ásamt fjölskyldu og stórum hópi Dana í Kaupmannahöfn í dag.

Drottningin ferðaðist um stræti Kaupmannahafnar í vagni en ferðinni lauk í ráðhúsi borgarinnar þar sem sérstök veisla var haldin henni til heiðurs.

Eina ríkjandi drottning Evrópu

Um 1.500 manns komu saman á ráðhústorgi Kaupmannahafnar til þess að votta drottningunni virðingu sína. 

Múgur og margmenni fyrir utan ráðhús Kaupmannahafnar.
Múgur og margmenni fyrir utan ráðhús Kaupmannahafnar. AFP

Krýningarafmælinu hafði áður verið frestað vegna heimsfaraldursins og var svo aftur frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar, frænku Margrétar, í september.

Margrét Þórhildur er sem stendur eina ríkjandi drottning Evrópu.

Fögnuður í skugga sundrungar 

Í september síðastliðnum tilkynnti Margrét Þórhildur að börn Jóakims prins, yngri sonar hennar, yrðu svipt konunglegum titlum sínum. Ákvörðun þessi þótti umdeild en Jóakim tók henni illa og fór ekki leynt með óánægju sína. 

Drottningin baðst síðar afsökunar á þeim skaða sem þessi ákvörðun hennar olli en sagði hana vera börnunum sjálfum fyrir bestu.

Bæði Jóakim og eiginkona hans María prinsessa voru viðstödd fögnuðinn í dag en vonir eru bundnar við að fögnuðurinn marki endalok þeirra deilna sem hafa blossað upp innan fjölskyldunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert