Meina konum aðgang að líkamsræktarstöðvum

Réttindi kvenna hafa markvisst verið skert síðan talíbanar tóku við …
Réttindi kvenna hafa markvisst verið skert síðan talíbanar tóku við völdum. AFP/Wakil Kohsar

Afgönskum konum er nú meinaður aðgangur að líkamsræktarstöðvum og mega þær ekki baða sig á almenningsstöðum, eins og sundlaugum. Þetta bann talíbana kemur nokkrum dögum eftir að þeir bönnuðu konum aðgang að almennings- og skemmtigörðum.

Síðan að talíbanar komust til valda í Af­gan­ist­an í fyrra hafa þeir markvisst skert réttindi kvenna. Stúlk­um hef­ur til að mynda verið meinuð skóla­ganga á miðstigi og kon­ur fá ekki að sinna op­in­ber­um störf­um.

Auk þess hef­ur kon­um verið bannað að ferðast um ein­ar síns liðs og þurfa þær að hylja and­lit sitt að fullu á al­manna­færi.

mbl.is