Lavrov viðstaddur ávarp Selenskís

Sergei Lavrov á fundi G20-ríkjanna.
Sergei Lavrov á fundi G20-ríkjanna. AFP/Kevin Lamarque

Fundur G20-ríkjanna, tuttugu helstu iðnríkja heims, er hafinn á indónesísku eyjunni Balí. 

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, árvarpaði samkomuna í nótt í gegnum fjarfundarbúnað. 

Fréttastofa AFP greinir frá því að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem sækir fundinn í stað Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hafi verið viðstaddur ávarp Selenskís. 

Vincent Piket, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Indónesíu, tísti myndum frá ávarpinu. 

Selenskí sagði meðal annars í ávarpi sínu að núna væri tíminn þar sem hægt væri, og rétt væri að stöðvar stríðsrekstur Rússa. „Það mun bjarga þúsundum mannslífa,“ sagði hann.

mbl.is