„Trump brást Bandaríkjunum“

Joe Biden Bandaríkjaforseti á Balí í Indónesíu í morgun.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á Balí í Indónesíu í morgun. AFP/Saul Loeb

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að Donald Trump hafi brugðist þjóð sinni þegar hann sat í embætti Bandaríkjaforseta.

„Donald Trump brást Bandaríkjunum,“ sagði Biden í tísti frá Balí þar sem síðasti dagur G20-ráðstefnunnar fer fram í dag. Þetta sagði hann eftir að Trump tilkynnti um þriðja framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna. 

Í myndskeiði sem fylgdi tístinu kemur fram að Trump hafi „breytt efnahagsmálum með svikulum hætti í þágu ríkra“, „ráðist á heilbrigðiskerfið“, „verndað öfgasinna“, ráðist gegn réttindum kvenna“ og „hvatt ofbeldisfullan múg“ til að reyna að snúa við tapi hans í kosningunum gegn Biden.

Síðar, þegar þeir tóku þátt í athöfn með öðrum G20-leiðtogum, spurðu blaðamenn Biden og Emmanuel Macron Frakklandsforseta hvort þeir vildu bregðast við tilkynningu Trumps.

Þeir horfðu hvor á annan í stutta stund áður en Biden sagði: „eiginlega ekki“, á meðan Macron var þögull.

Í Indónesíu frá vinstri: Macron, Biden og Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri …
Í Indónesíu frá vinstri: Macron, Biden og Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. AFP/Bay Ismoyo/Pool
mbl.is