Holmes fékk ellefu ára fangelsisdóm

Dómurinn var kveðinn yfir El­iza­beth Hol­mes, stofn­andi blóðprufu­fyr­ir­tæk­is­ins Theranos, í …
Dómurinn var kveðinn yfir El­iza­beth Hol­mes, stofn­andi blóðprufu­fyr­ir­tæk­is­ins Theranos, í dag. AFP/Justin Sullivan/Getty images

El­iza­beth Hol­mes, stofn­andi blóðprufu­fyr­ir­tæk­is­ins Theranos, hef­ur verið dæmd í ellefu ára fangelsi.

Hol­mes, sem er 38 ára gömul, blekkti fjár­festa og sjúk­linga með því að full­yrða að Theranos gæti greint al­genga sjúk­dóma með því að nota ör­fáa dropa af blóði eft­ir aðeins litla nál­arstungu á fingri.

Lögfræðingar Holmes fóru fram á í mesta lagi 18 mánaða fangelsi en þyngsti dómur sem hún hefði getað hlotið voru 20 ár. 

Hún mun hefja fangelsisvist sína í apríl og verður síðan á skilorði í þrjú ár eftir að hún er laus úr fangelsi. 

Árið 2015 var Holmes á toppn­um á lista For­bes yfir rík­ustu kon­ur Banda­ríkj­anna sem skapað hafa auð sinn sjálf­ar. Sama ár voru svik hennar uppgötuð af rannsóknarblaðamönnum.

Í ár kom út smáserían, The Dropout, sem fjallaði um ævi og störf Hol­mes og naut hún mikilla vinsælda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert