Rússum bannað að taka þátt í ráðstefnu ÖSE

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP/Mikhail Metzel/Sputnik

Pólsk yfirvöld hafa bannað rússneskri sendinefnd að taka þátt í ráðstefnu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu (ÖSE) sem fer fram í næsta mánuði. 

57 ríki eiga aðild að ÖSE þar á meðal Rússland og Úkraína, en Pólland heldur ráðstefnuna þetta árið. 

Lukasz Jasina, talsmaður utanríkisráðuneytis Póllands, sagði við AFP-fréttaveituna að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi ekki vera viðstaddur ráðstefnuna sem verður haldin í borginni Lodz fyrstu dagana í desember. 

mbl.is