Voru stungin til bana í svefni

Madison Mogen (til vinstri) og Xana Kernodle.
Madison Mogen (til vinstri) og Xana Kernodle. Ljósmynd/Istagram

Nærri viku eftir að fjórir nemendur í Háskólanum í Idaho í Bandaríkjunum fundust látnir að heimili sínu hefur réttarmeinafræðingur staðfest að þau voru stungin til bana í rúmum sínum. 

BBC greinir frá. 

Þrjá ungar konur og einn ungur maður eru talin hafa verið sofandi þegar ráðist var inn á heimili þeirra og þau myrt á sunnudaginn. 

Voru þau stungin nokkrum sinnum „með nokkuð stórum hníf“ að sögn réttarmeinafræðings.  

Enn hefur enginn verið handtekinn vegna ódæðisins á háskólasvæðinu sem nefnist Moskva. Lögreglan hefur varað við því að mögulegt sé að almenningi stafi hætta af morðingjanum. 

Yfir 25 rannsóknarlögreglumenn vinna að rannsókn málsins með aðstoð alríkislögreglunnar FBI. 

Stúlkurnar sem myrtar voru hétu Madison Mogen, 21 árs, Kaylee Goncalves, 21 árs, Xana Kernodle, 20 ára. 

Drengurinn sem var myrtur hét Ethan Chapin og var 20 ára. Hann var kærasti Kernodle. 

Xana Kernodle og Ethan Chapin.
Xana Kernodle og Ethan Chapin. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert