Fimm drepnir og 18 særðir í skotárás

Bandarískir lögreglubílar.
Bandarískir lögreglubílar. AFP/Stefani Reynolds

Að minnsta kosti fimm manns voru drepnir og 18 særðir í skotárás í næturklúbbi hinsegin fólks í bandarísku borginni Colorado Springs í gær, að sögn lögreglunnar.

„Það var skotárás í klúbbi hér í borg í kvöld...18 eru særðir og fimm látnir,“ sagði talsmaður lögreglunnar, Pamela Castro.

Forsvarsmenn næturklúbbsins, Club Q, sögðust í yfirlýsingu á Facebook vera „eyðilagðir yfir þessari grimmilegri árás á okkar samfélag.“

Bættu þeir við: „Við þökkum skjótum viðbrögðum gesta sem frömdu hetjudáð og yfirbuguðu byssumanninn og stöðvuðu hatursárás hans.“


mbl.is