Myndskeið: Loftsteinn lýsti upp himininn í Noregi

Loftsteinn lýsti upp næturhimininn yfir Suðvestur-Noregi þegar hann brann upp í lofhjúpnum rétt eftir klukkan 19 á staðartíma. 

Loftsteininn, sem náðist á myndband, er talinn hafa verið úr Tárítar-lofsteinadrífunni. 

Loftsteinninn var óvenju bjartur, og hefur verið kallaður Blondie. Til hans sást á stórum hluta Suður-Noregs og fjölmörg vitni að honum hringdu til lögreglu vegna hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert